Image
Námskeið í Rafíþróttum hjá Selfoss eSports verður í gangi í sumar í júní og júlí fyrir börn og unglinga á aldrinum 10 - 15 ára.
Sumarnámskeið Selfoss eSports
- Námskeiðin verða samkv skipulagi:
- 14. -18 Júní
- Stelpur í rafíþróttum kl: 09:00-12:00 f. 2006-2010
- Byrjendahópur kl: 13:00-16:00 f. 2006-2010
- 21.-25. Júní
- Lengra komnir kl: 09:00-12:00 f. 2006-2010
- Byrjendahópur (yngri) kl: 13:00-16:00 f. 2009-2011
- 28. Júní – 2. Júlí
- Byrjendahópur kl: 09:00-12:00 f. 2006-2010
- Lengra komnir kl: 13:00-16:00 f. 2006-2010
- 5.-9. Júlí
- Lengra komnir kl: 09:00-12:00 f. 2006-2010
- Byrjendahópur (yngri) kl: 13:00-16:00 f. 2009-2011
- 12.-16. Júlí
- Lengra komnir kl: 09:00-12:00 f. 2006-2010
- Stelpur í rafíþróttum kl: 13:00-16:00 f. 2006-2010
- 14. -18 Júní
- Símanúmer fyrir sumarnámskeiðin: 844-4820
- Staðsetning námskeiða: Rafíþróttaver í Vallaskóla – gengið inn í kjallara frá Engjavegi
- Skráning fer fram í gegnum Nóra og utanumhald verður í gegnum Sideline
- Kostnaður er 15.000kr pr. Viku
- Hámark 10 í hverjum hóp og lágmarks skráning 5 til að námskeið verði haldið.
- Ábyrgðarmaður námskeiða: Jón Hjörtur Sigurðarson – 8203708
Aukaleg námskeið síðustu 2 vikurnar fyrir verslunarmannahelgi fyrir þá sem ætla að keppa á Landsmóti UMFÍ á Selfossi (þetta verður auglýst síðar).
Námskeiðin eru byggð eftir reynslu þeirra sem eru á þeim hverju sinni. Við setjum upp tvo flokka, þeir sem eru nýjir og þeir sem hafa æft áður.
- Þeir sem koma nýjir inn erum við að kenna haldgóðar teygjur og förum yfir góðar venjur í kringum tölvurnar ásamt reglum sem þarf að fylgja í tölvurýminu (góð umgengni við tölvubúnað). Þeim er kennt að búa sér til aðgang fyrir þá leiki sem verður prófað. Farið er í fjölbreytt úrval leikja þar sem iðkenndur eru kynntir fyrir mismunandi leikjum og fyrir því hvernig spilað sé saman (Liðsheild og tilgangur hennar). Komum við þeim inn í forrit sem einfaldar þeim að spila saman og getað spjallað á sama tíma (Almenn félagsfærni).
- Þeir sem hafa verið áður, á einnig við þá sem hafa komið á sumarnámskeið áður, er farið að vinna með dýpri skilning á leikjum ásamt meira af góðum venjum í tölvum. Þessi hópur fer ekki í að læra búa til aðganga og annað slíkt því þau eiga að kunna það fyrir.
- Þetta sumarið ætlum við að setja upp sérstakan hóp til að hvetja stelpur til að koma til okkar og kynnast tölvuleikjum og öllu sem sá heimur hefur upp á að bjóða. Sá hópur verður kenndur sem byrjendahópur en við munum aðlaga hann að getu þeirra einstaklinga sem eru í hópnum.
Staður
Símanúmer
8203708
Vefsíða