Velkominn á frístundavef Sveitarfélagsins Árborgar. Hér er að finna upplýsingar um fjölbreytt frístundastarf fyrir alla aldurshópa í sveitarfélaginu ásamt möguleikum til útivistar og afþreyingar. Hægt er að skoða framboð frístundastarfs eftir aldurshópum og helstu þéttbýliskjörnum.
Fullorðnir
Torfið - námskeið í hleðslutækni o.fl. í Íslenska bænum
Námskeið í hleðslutækni og torfbyggingafræðum, sjálfbærni og óáþreifanlegum menningararfi, staðbundnum og vistvænum arkitektúr. Hleðsluskólinn og Íslenski bærinn standa fyrir námskeiði í íslenskri hleðslutækni í samstarfi við Listaháskóla Íslands.