SELFOSS-KARFA heldur fjögur sumarnámskeið í körfuknattleik sumarið 2021. Námskeiðin eru fyrir öll börn sem fædd eru 2015-2010. Öll námskeið munu fara fram í íþróttahúsinu við Vallaskóla.
Í boði verða námskeið fyrir börn fædd 2015-2013 og eru þau frá kl. 9:00-12:00. Áhersla er lögð á að læra körfubolta í gegnum skemmtilega leiki og æfingar. Öll námskeiðin hjá þessum hópi enda með grilli á föstudegi auk óvænts glaðnings.
Frítt er á eitt námskeið fyrir öll börn fædd 2015 en sú skráning þarf að koma í gegnum netfang eða síma.
Dagsetningar:
Námskeið 1: 21.-25. júní - Verð fyrir námskeið 5000 kr.
Námskeið 2: 28.-2. júlí - Verð fyrir námskeið 5000 kr.
Námskeið 3: 5.-9. júlí - Verð fyrir námskeið 5000 kr.
Námskeið 4: 12.-16. júlí - Verð fyrir námskeið 5000 kr.
Einnig verða námskeið fyrir börn sem fædd eru 2012-2010 mánudaga til föstudaga frá kl. 9:00-12:00. Þessi námskeið eru sömu vikur og hjá yngri hópnum en hafa mismunandi áherslur eftir vikum. Öll námskeiðin hjá þessum hópi enda með grilli á föstudegi auk óvænts glaðnings.
Dagsetningar:
Námskeið 1: 14.–18. júní / Varnarleikur og 1 á 1 - Verð fyrir námskeið 4500 kr.
Námskeið 2: 21.-25. Júní / Boltatækni - Verð fyrir námskeið 5000 kr.
Námskeið 3: 28.-2. júlí / Skottækni og skotleikir - Verð fyrir námskeið 5000 kr.
Námskeið 4: 5.-9. Júlí / Sóknarleikur og spil - Verð fyrir námskeið 5000 kr.
Karl Ágúst Hannibalsson íþróttafræðingur og yfirþjálfari yngriflokka hjá SELFOSS-KARFA verður þjálfari og yfirumsjónamaður námskeiðanna.
Hægt verður að skrá í gegnum arborg.felog.is.
Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Karli í netfangið kallikrulla@gmail.com eða í síma 865-2856.