6-7 ára

Skemmtileg sveitanámskeið á Baugsstöðum

Sveitanámskeið Gobbigobb 2021

Sveitanámskeið Gobbigobb 2021 Í sumar verður aftur boðið upp á sveitanámskeið fyrir káta krakka á aldrinum 5 - 13 ára. Tvennskonar námskeið verða í boði: Sveitanámskeið og pollanámskeið. Inntak námskeiðanna er leikur, gleði og nánd við náttúruna og dýrin.
skemmtilegur ferðahópur fyrir börn og fjölskyldur

Ferðafélag barnanna á Suðurlandi

Ferðafélag barnanna var stofnað árið 2019 af Díönu Gestsdóttur í samstarfi við Ferðafélag Árnesinga og tilheyra bæði félögin undir Ferðafélag Íslands. Marmkið ferðafélagsins er að hvetja börn og fjölskyldur til útivistar, upplifa okkar fallegu náttúru og skapa dýrmætar minningar saman.
Dansnámskeið í sumar hjá Dansakademíunni

Dansnámskeið í sumar hjá Dansakademíunni

Stutt dansnámskeið fyrir börn og unglinga þar sem áhersla er lögð á dansgleði og skemmtun í tímum ásamt því að læra grunnspor í jazzballett. Námskeiðin eru tilvalin fyrir þá sem vilja prófa að dansa, ekki er gerð krafa um neinn grunn í dansi.
Fjörug knattspyrnunámskeið í sumar hjá Umf. Selfoss

Knattspyrna Umf.Selfoss - sumarnámskeið

Knattspyrnusumarið 2021 verður mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Knattspyrnudeild Selfoss býður upp á fjölmörg flott sumarnámskeið fyrir áhugasama og fjöruga krakka.
sumarfrístund er skemmtilegt leikjanámskeið sem verður í gangi í allt sumar

Sumarfrístund í Árborg 2021

Sumarfrístund er skemmtilegt leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-10 ára. Námskeiðin verða í boði frá 14. júní til og með 20. ágúst. Opið er frá kl. 8:00 – 16:30 mánudaga- fimmtudag og 8:00 - 15:00 á föstudögum.
skemmtilegar sumaræfingar í Motocross

Motocrossdeild Umf. Selfoss - sumaræfingar

Motocrossdeild Umfs. Selfoss Það verður líf og fjör hjá okkur í sumar eins og undanfarin ár. Æfingar hefjast í byrjun júní. Boðið verður upp á æfingar í tveimur hópum, fyrir yngri og óreyndari og svo hópur fyrir eldri.
Fimleikanámskeið verður í gangi í Baulu í sumar

Sumarnámskeið Fimleikadeildar Selfoss 2021

Fjölbreyttar æfingar og leikir með áherslu á grunnfimleika, samhæfingu, styrk og liðleika. Ekki þarf að hafa verið í fimleikum áður til að geta sótt námskeiðið. Æfingarnar verða í Baulu, íþróttahúsinu við Sunnulækjarskóla.
Vornámskeið í sundi verður í gangi í Sundhöll Selfoss

Vornámskeið í Sundi

Dagana 14-24. júní verður árlegt vornámskeið Sunddeildar umf.Selfoss haldið í gömlu innilauginni í Sundhöll Selfoss. Kennt verður fyrir  hádegi virka daga í alls 8 skifti í 45 mínútur í senn. Námskeiðið er fyrir börn fædd 2015 og 2016 en eldri börn eru velkomin.
Skemmtilegt leikhúsnámskeið á Selfossi í sumar

Leikhúsnámskeið

Leikfélag Selfoss verður að venju með námskeið fyrir börn og unglinga í leiklist. Unnið verður með framkomu, tjáningu, sjálfsöryggi á sviði, samvinnu og almenna jákvæðni í garð leiklistar. Farið verður í ýmsar leiklistaræfingar og spuna ásamt því að efla sjálfstraust, hugarflug, gleði og jákvæðni.
Það verður skemmtilegt reiðnámskeið í gangi á Eyrarbakka í sumar

Reiðnámskeið á Eyrarbakka

Reiðnámskeið á Eyrarbakka Í sumar (júní -júlí ) verða haldin vikuleg reiðnámskeið fyrir börn á aldrinum 5-13 ára .