Sveitanámskeið Gobbigobb 2021
Í sumar verður aftur boðið upp á sveitanámskeið fyrir káta krakka á aldrinum 5 - 13 ára.
Tvennskonar námskeið verða í boði: Sveitanámskeið og pollanámskeið.
Inntak námskeiðanna er leikur, gleði og nánd við náttúruna og dýrin.
Hérna á bænum eru hestar, hænur og hænuungar, gæsir, hundar og kettir. Við búum líka svo vel að hafa fjöruna í bakgarðinum og nýtum okkur það. Á hverju námskeiði eru að hámarki 10 börn þannig að hvert og eitt getur notið sín.
Umsjónarmaður námskeiðanna er Sjöfn Þórarinsdóttir tómstundafræðingur.
Námskeiðin eru frá mánudegi til föstudags, frá 9:00-12:00 eða 13:00-16:00.
Þátttökugjald er 16.000 kr.
Hægt er að nýta frístundastyrk Árborgar fyrir þessi námskeið.
Skráning og frekari upplýsingar er að finna inni á heimasíðunni okkar www.gobbigobb.is/namskeid