Listin að leika sér - leiklistarnámskeið við Ströndina
Hera Fjord, Rebekka Magnúsdóttir og Ungmennafélag Eyrarbakka bjóða upp á leiklistarnámskeið á Stað, Eyrarbakka í sumar.
Markmiðið er að þátttakendur læri undirstöðuatriðin í leiklist, kynnist hugmynda- og samvinnu,
hljóti aukna sjálfsþekkingu og samkennd, bæti sjálfstraust sitt og gleði.
Nemendur munu vinna ásamt leikstjórum að því að skapa og skrifa leikrit, æfa það og sýna að
lokum frumsamið leikrit fyrir vini og vandamenn.
Nemendur koma einnig að gerð búninga, sviðsmyndar, hljóðmyndar og sviðslýsingar og fá því
fjölbreytta reynslu af þeim mörgu störfum sem leynast í leikhúsinu.
Vikan 14. - 18. júní
Námskeið 8-11 ára
Mán, þri, mið og fös kl: 9 - 12.30
Sýning kl 12 föstudeginum fyrir fjölskyldu og vini
Námskeið 12-14 ára
Mán, þri, mið og fös kl: 13 - 16.30
Sýning kl 16 á föstudeginum fyrir fjölskyldu og vini
Verð: 7500kr
Hægt að nýta frístundastyrk
Kennarar:
Hera Fjord og Rebekka Magnúsdóttir eru báðar menntaðar leikkonur og leikstjórar ásamt því að hafa víðtæka reynslu í leiklistarkennslu.
Þær útskrifuðust frá Kogan Academy of Dramatic Arts í London og vinna sjálfstætt sem leikkonur, leikstjórar, framleiðendur, höfundar og kennarar.
Skráning fer fram í tölvupósti leiklistarsmidjur@gmail.com