8-9 ára

Skemmtilegt leikhúsnámskeið á Selfossi í sumar

Leikhúsnámskeið

Leikfélag Selfoss verður að venju með námskeið fyrir börn og unglinga í leiklist. Unnið verður með framkomu, tjáningu, sjálfsöryggi á sviði, samvinnu og almenna jákvæðni í garð leiklistar. Farið verður í ýmsar leiklistaræfingar og spuna ásamt því að efla sjálfstraust, hugarflug, gleði og jákvæðni.
Skemmtileg listasmiðja verður í boði við Ströndina í sumar

Listasmiðja við Ströndina

Í listasmiðjunni fá þátttakendur tækifæri til að skapa á fjölbreyttan hátt og draga innblástur frá nærumhverfi sínu. Farið verður í vettvangsferðir til að safna efnivið til listsköpunar. Unnið verður með grafík, teikningu, málun og margt fleira.
Það verður skemmtilegt reiðnámskeið í gangi á Eyrarbakka í sumar

Reiðnámskeið á Eyrarbakka

Reiðnámskeið á Eyrarbakka Í sumar (júní -júlí ) verða haldin vikuleg reiðnámskeið fyrir börn á aldrinum 5-13 ára .
Leikja- og júdónámskeið verður í gangi í sumar.

Júdónámskeið UMF. Selfoss

Leikja- og júdónámskeið UMFS Júdódeild Selfoss býður uppá fjölbreytt námskeið þar sem blandað er saman skemmtilegum leikjum, styrktaræfingum og farið yfir grunnatriði í júdó. Júdó eykur þol, fimi, styrk og eflir sjálfstraust. Hentar bæði fyrir byrjendur og þá sem hafa verið í júdó áður, bæði stráka og stelpur.
Taekwondo æfingar verða í gangi í sumar

Taekwondo æfingar í sumar

Það verða sumaræfingar í boði fyrir alla iðkendur deildarinnar í júní 2021 og verða æfingarnar með svipuðu sniði og áður.
Teikninámskeið verður í sumar í Sunnulækjarskóla

Teikninámskeið

Í sumar bjóðum við upp á teikninámskeið á Selfossi fyrir börn á aldrinum 8 - 13 ára (fædd 2008-2013)
SELFOSS-KARFA heldur fjögur sumarnámskeið í körfuknattleik sumarið 2021. Námskeiðin eru fyrir öll börn sem fædd eru 2015-2010. Öll námskeið munu fara fram í íþróttahúsinu við Vallaskóla.

SELFOSS-KARFA Sumarnámskeið

SELFOSS-KARFA heldur fjögur sumarnámskeið í körfuknattleik sumarið 2021. Námskeiðin eru fyrir öll börn sem fædd eru 2015-2010. Öll námskeið munu fara fram í íþróttahúsinu við Vallaskóla.
Listin að leika sér - leiklistarnámskeið við Ströndina.  Leikkonan og leikstjórinn Hera Fjord býður upp á í samvinnu við Ungmennafélag Eyrarbakka leiklistarnámskeið á Stað, Eyrarbakka í sumar.

Listin að leika sér - leiklistarnámskeið við Ströndina

Listin að leika sér - leiklistarnámskeið við Ströndina Hera Fjord, Rebekka Magnúsdóttir og Ungmennafélag Eyrarbakka bjóða upp á leiklistarnámskeið á Stað, Eyrarbakka í sumar.   Markmiðið er að þátttakendur læri undirstöðuatriðin í leiklist, kynnist hugmynda- og samvinnu, hljóti aukna sjálfsþekkingu og samkennd, bæti sjálfstraust sitt og gleði.
Sumarlestur er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið sem stendur yfir í júnímánuð í Bókasafni Árborgar fyrir börn í 3. – 5. bekk grunnskólanna. Þema sumarlestursins í ár er barnabókahöfundurinn frægi Astrid Lindgren og bókaheimurinn hennar.

Sumarlestur2021

Sumarlestur er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið sem stendur yfir í júnímánuð í Bókasafni Árborgar fyrir börn í 3. – 5. bekk grunnskólanna. Þema sumarlestursins í ár er barnabókahöfundurinn frægi Astrid Lindgren og bókaheimurinn hennar.
Reiðskóli Sleipnis og Oddnýjar Láru verður í gangi í sumar

Reiðskóli Sleipnis og Oddnýjar Láru

Reiðskóli Oddnýjar Láru og Sleipnis verður haldin á Selfossi í sumar, umsjónarmaður er Oddný Lára Guðnadóttir.