Velkominn á frístundavef Sveitarfélagsins Árborgar. Hér er að finna upplýsingar um fjölbreytt frístundastarf fyrir alla aldurshópa í sveitarfélaginu ásamt möguleikum til útivistar og afþreyingar. Hægt er að skoða framboð frístundastarfs eftir aldurshópum og helstu þéttbýliskjörnum.
14 - 15 ára
Handbolti Umf. Selfoss í sumar
Handknattleiksdeild umf. Selfoss mun bjóða upp á handboltaæfingar út júní, iðkendum að kostnaðarlausu til að koma til móts við þann tíma sem iðkendur misstu í vetur vegna Covid-19 faraldursins.
Vetrar æfingataflan gildir til sunnudagsins 13.júní, eftir það taka við sumaræfingar í þrjár vikur til 1.júlí
Listin að leika sér - leiklistarnámskeið við Ströndina
Listin að leika sér - leiklistarnámskeið við Ströndina
Hera Fjord, Rebekka Magnúsdóttir og Ungmennafélag Eyrarbakka bjóða upp á leiklistarnámskeið á Stað, Eyrarbakka í sumar.
Markmiðið er að þátttakendur læri undirstöðuatriðin í leiklist, kynnist hugmynda- og samvinnu,
hljóti aukna sjálfsþekkingu og samkennd, bæti sjálfstraust sitt og gleði.