Velkominn á frístundavef Sveitarfélagsins Árborgar. Hér er að finna upplýsingar um fjölbreytt frístundastarf fyrir alla aldurshópa í sveitarfélaginu ásamt möguleikum til útivistar og afþreyingar. Hægt er að skoða framboð frístundastarfs eftir aldurshópum og helstu þéttbýliskjörnum.
Handbolti Umf. Selfoss í sumar
Handknattleiksdeild umf. Selfoss mun bjóða upp á handboltaæfingar út júní, iðkendum að kostnaðarlausu til að koma til móts við þann tíma sem iðkendur misstu í vetur vegna Covid-19 faraldursins.
Vetrar æfingataflan gildir til sunnudagsins 13.júní, eftir það taka við sumaræfingar í þrjár vikur til 1.júlí
Torfið - námskeið í hleðslutækni o.fl. í Íslenska bænum
Námskeið í hleðslutækni og torfbyggingafræðum, sjálfbærni og óáþreifanlegum menningararfi, staðbundnum og vistvænum arkitektúr. Hleðsluskólinn og Íslenski bærinn standa fyrir námskeiði í íslenskri hleðslutækni í samstarfi við Listaháskóla Íslands.
Fjölskyldan á fjallið
Fjölskyldan á fjallið
Fjölskyldan á fjallið er nýtt verkefni í sveitarfélaginu Árborg sem unnið er í samvinnu við Heilsueflandi samfélag og ferðafélag barnanna. Markmið verkefnisins er að hvetja fjölskyldur til útivistar, upplifa fallegu náttúruna okkar og skapa eftirminnilegar minningar saman.
Ferðafélag barnanna á Suðurlandi
Ferðafélag barnanna var stofnað árið 2019 af Díönu Gestsdóttur í samstarfi við Ferðafélag Árnesinga og tilheyra bæði félögin undir Ferðafélag Íslands.
Marmkið ferðafélagsins er að hvetja börn og fjölskyldur til útivistar, upplifa okkar fallegu náttúru og skapa dýrmætar minningar saman.
Leikhúsnámskeið
Leikfélag Selfoss verður að venju með námskeið fyrir börn og unglinga í leiklist. Unnið verður með framkomu, tjáningu, sjálfsöryggi á sviði, samvinnu og almenna jákvæðni í garð leiklistar. Farið verður í ýmsar leiklistaræfingar og spuna ásamt því að efla sjálfstraust, hugarflug, gleði og jákvæðni.
Júdónámskeið UMF. Selfoss
Leikja- og júdónámskeið UMFS
Júdódeild Selfoss býður uppá fjölbreytt námskeið þar sem blandað er saman skemmtilegum leikjum, styrktaræfingum og farið yfir grunnatriði í júdó.
Júdó eykur þol, fimi, styrk og eflir sjálfstraust.
Hentar bæði fyrir byrjendur og þá sem hafa verið í júdó áður, bæði stráka og stelpur.
Listin að leika sér - leiklistarnámskeið við Ströndina
Listin að leika sér - leiklistarnámskeið við Ströndina
Hera Fjord, Rebekka Magnúsdóttir og Ungmennafélag Eyrarbakka bjóða upp á leiklistarnámskeið á Stað, Eyrarbakka í sumar.
Markmiðið er að þátttakendur læri undirstöðuatriðin í leiklist, kynnist hugmynda- og samvinnu,
hljóti aukna sjálfsþekkingu og samkennd, bæti sjálfstraust sitt og gleði.