Velkominn á frístundavef Sveitarfélagsins Árborgar. Hér er að finna upplýsingar um fjölbreytt frístundastarf fyrir alla aldurshópa í sveitarfélaginu ásamt möguleikum til útivistar og afþreyingar. Hægt er að skoða framboð frístundastarfs eftir aldurshópum og helstu þéttbýliskjörnum.
Selfoss
Handbolti Umf. Selfoss í sumar
Handknattleiksdeild umf. Selfoss mun bjóða upp á handboltaæfingar út júní, iðkendum að kostnaðarlausu til að koma til móts við þann tíma sem iðkendur misstu í vetur vegna Covid-19 faraldursins.
Vetrar æfingataflan gildir til sunnudagsins 13.júní, eftir það taka við sumaræfingar í þrjár vikur til 1.júlí
Torfið - námskeið í hleðslutækni o.fl. í Íslenska bænum
Námskeið í hleðslutækni og torfbyggingafræðum, sjálfbærni og óáþreifanlegum menningararfi, staðbundnum og vistvænum arkitektúr. Hleðsluskólinn og Íslenski bærinn standa fyrir námskeiði í íslenskri hleðslutækni í samstarfi við Listaháskóla Íslands.
Fjölskyldan á fjallið
Fjölskyldan á fjallið
Fjölskyldan á fjallið er nýtt verkefni í sveitarfélaginu Árborg sem unnið er í samvinnu við Heilsueflandi samfélag og ferðafélag barnanna. Markmið verkefnisins er að hvetja fjölskyldur til útivistar, upplifa fallegu náttúruna okkar og skapa eftirminnilegar minningar saman.
Pagination
- Page 1
- Next page