Velkominn á frístundavef Sveitarfélagsins Árborgar. Hér er að finna upplýsingar um fjölbreytt frístundastarf fyrir alla aldurshópa í sveitarfélaginu ásamt möguleikum til útivistar og afþreyingar. Hægt er að skoða framboð frístundastarfs eftir aldurshópum og helstu þéttbýliskjörnum.
Selfoss
Leikhúsnámskeið
Leikfélag Selfoss verður að venju með námskeið fyrir börn og unglinga í leiklist. Unnið verður með framkomu, tjáningu, sjálfsöryggi á sviði, samvinnu og almenna jákvæðni í garð leiklistar. Farið verður í ýmsar leiklistaræfingar og spuna ásamt því að efla sjálfstraust, hugarflug, gleði og jákvæðni.
Júdónámskeið UMF. Selfoss
Leikja- og júdónámskeið UMFS
Júdódeild Selfoss býður uppá fjölbreytt námskeið þar sem blandað er saman skemmtilegum leikjum, styrktaræfingum og farið yfir grunnatriði í júdó.
Júdó eykur þol, fimi, styrk og eflir sjálfstraust.
Hentar bæði fyrir byrjendur og þá sem hafa verið í júdó áður, bæði stráka og stelpur.
Pagination
- Previous page
- Page 2
- Next page