Selfoss

skemmtilegt hjólanámskeið fyrir eldri borgara

Hjólað til heilsubótar

Hjólað til heilsubótar Í samvinnu við Félag eldri borgara Selfossi.
sumarfrístund er skemmtilegt leikjanámskeið sem verður í gangi í allt sumar

Sumarfrístund í Árborg 2021

Sumarfrístund er skemmtilegt leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-10 ára. Námskeiðin verða í boði frá 14. júní til og með 20. ágúst. Opið er frá kl. 8:00 – 16:30 mánudaga- fimmtudag og 8:00 - 15:00 á föstudögum.
skemmtilegar sumaræfingar í Motocross

Motocrossdeild Umf. Selfoss - sumaræfingar

Motocrossdeild Umfs. Selfoss Það verður líf og fjör hjá okkur í sumar eins og undanfarin ár. Æfingar hefjast í byrjun júní. Boðið verður upp á æfingar í tveimur hópum, fyrir yngri og óreyndari og svo hópur fyrir eldri.
Myndlistanámskeið fyrir börn og unglinga í Íslenska bænum

Íslenski bærinn - Barna- og unglinganámskeið í myndlist

Tvö myndlistarnámskeið, fyrir börn á aldrinum 8 til 13 ára og ungmenni 14-18 ára, verða haldin í Íslenska bænum í Austur-Meðalholtum, í Flóahreppi sumarið 2020.
Fimleikanámskeið verður í gangi í Baulu í sumar

Sumarnámskeið Fimleikadeildar Selfoss 2021

Fjölbreyttar æfingar og leikir með áherslu á grunnfimleika, samhæfingu, styrk og liðleika. Ekki þarf að hafa verið í fimleikum áður til að geta sótt námskeiðið. Æfingarnar verða í Baulu, íþróttahúsinu við Sunnulækjarskóla.
Skemmtileg rafíþróttanámskeið í sumar hjá Selfoss eSports

Sumarnámskeið Selfoss eSports

Námskeið í Rafíþróttum hjá Selfoss eSports verður í gangi í sumar í júní og júlí fyrir börn og unglinga á aldrinum 10 - 15 ára.
Vornámskeið í sundi verður í gangi í Sundhöll Selfoss

Vornámskeið í Sundi

Dagana 14-24. júní verður árlegt vornámskeið Sunddeildar umf.Selfoss haldið í gömlu innilauginni í Sundhöll Selfoss. Kennt verður fyrir  hádegi virka daga í alls 8 skifti í 45 mínútur í senn. Námskeiðið er fyrir börn fædd 2015 og 2016 en eldri börn eru velkomin.
Skemmtilegt leikhúsnámskeið á Selfossi í sumar

Leikhúsnámskeið

Leikfélag Selfoss verður að venju með námskeið fyrir börn og unglinga í leiklist. Unnið verður með framkomu, tjáningu, sjálfsöryggi á sviði, samvinnu og almenna jákvæðni í garð leiklistar. Farið verður í ýmsar leiklistaræfingar og spuna ásamt því að efla sjálfstraust, hugarflug, gleði og jákvæðni.
Leikja- og júdónámskeið verður í gangi í sumar.

Júdónámskeið UMF. Selfoss

Leikja- og júdónámskeið UMFS Júdódeild Selfoss býður uppá fjölbreytt námskeið þar sem blandað er saman skemmtilegum leikjum, styrktaræfingum og farið yfir grunnatriði í júdó. Júdó eykur þol, fimi, styrk og eflir sjálfstraust. Hentar bæði fyrir byrjendur og þá sem hafa verið í júdó áður, bæði stráka og stelpur.
Frístundaklúbburinn Kotið er með fjölbreytt starf í sumar

Frístundaklúbburinn Kotið

Frístundaklúbburinn Kotið er fyrir börn með sérþarfir í Sveitarfélaginu Árborg.