10 - 11 ára

Frjálsíþróttasumarbúðirnar verða haldnar í 13. sinn í sumar

Frjálsíþróttasumarbúðir 2021

Við erum búin að opna fyrir skráningar fyrir Frjálsíþróttasumarbúðir FRÍ sem haldnar verða á Selfossi. Í fyrra gekk vel að halda sumarbúðirnar í þessum Covid faraldri.

Fimleikanámskeið verður í gangi í Baulu í sumar

Sumarnámskeið Fimleikadeildar Selfoss 2021

Fjölbreyttar æfingar og leikir með áherslu á grunnfimleika, samhæfingu, styrk og liðleika. Ekki þarf að hafa verið í fimleikum áður til að geta sótt námskeiðið. Æfingarnar verða í Baulu, íþróttahúsinu við Sunnulækjarskóla.
Skemmtileg rafíþróttanámskeið í sumar hjá Selfoss eSports

Sumarnámskeið Selfoss eSports

Námskeið í Rafíþróttum hjá Selfoss eSports verður í gangi í sumar í júní og júlí fyrir börn og unglinga á aldrinum 10 - 15 ára.
Skemmtilegt leikhúsnámskeið á Selfossi í sumar

Leikhúsnámskeið

Leikfélag Selfoss verður að venju með námskeið fyrir börn og unglinga í leiklist. Unnið verður með framkomu, tjáningu, sjálfsöryggi á sviði, samvinnu og almenna jákvæðni í garð leiklistar. Farið verður í ýmsar leiklistaræfingar og spuna ásamt því að efla sjálfstraust, hugarflug, gleði og jákvæðni.
Skemmtileg listasmiðja verður í boði við Ströndina í sumar

Listasmiðja við Ströndina

Í listasmiðjunni fá þátttakendur tækifæri til að skapa á fjölbreyttan hátt og draga innblástur frá nærumhverfi sínu. Farið verður í vettvangsferðir til að safna efnivið til listsköpunar. Unnið verður með grafík, teikningu, málun og margt fleira.
Það verður skemmtilegt reiðnámskeið í gangi á Eyrarbakka í sumar

Reiðnámskeið á Eyrarbakka

Reiðnámskeið á Eyrarbakka Í sumar (júní -júlí ) verða haldin vikuleg reiðnámskeið fyrir börn á aldrinum 5-13 ára .
Leikja- og júdónámskeið verður í gangi í sumar.

Júdónámskeið UMF. Selfoss

Leikja- og júdónámskeið UMFS Júdódeild Selfoss býður uppá fjölbreytt námskeið þar sem blandað er saman skemmtilegum leikjum, styrktaræfingum og farið yfir grunnatriði í júdó. Júdó eykur þol, fimi, styrk og eflir sjálfstraust. Hentar bæði fyrir byrjendur og þá sem hafa verið í júdó áður, bæði stráka og stelpur.
Frístundaklúbburinn Kotið er með fjölbreytt starf í sumar

Frístundaklúbburinn Kotið

Frístundaklúbburinn Kotið er fyrir börn með sérþarfir í Sveitarfélaginu Árborg.
Taekwondo æfingar verða í gangi í sumar

Taekwondo æfingar í sumar

Það verða sumaræfingar í boði fyrir alla iðkendur deildarinnar í júní 2021 og verða æfingarnar með svipuðu sniði og áður.
Teikninámskeið verður í sumar í Sunnulækjarskóla

Teikninámskeið

Í sumar bjóðum við upp á teikninámskeið á Selfossi fyrir börn á aldrinum 8 - 13 ára (fædd 2008-2013)